fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hvernig lykt er af múmíum? – Svarið kann að koma þér á óvart

Pressan
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forn-egypskar múmíur hafa skipað sinn sess í hryllingssögum í fjölda ára. Það liggur beinast við að álykta að það geti vart verið nema vond lykt af þeim þó ekki væri nema vegna þess að þær hafa margar hverjar legið í grafhýsum í áraraðir. Ný rannsókn hefur hins vegar leitt í ljós að það er mun betri lykt af þeim en flestir kynnu að halda.

Það er tímarit Smithsonian-stofnunarinnar sem fjallar um rannsóknina.

Niðurstöðurnar komu vísindamönnunum á óvart en lyktin sem fannst af múmínum var misjöfn. Var henni lýst ýmist sem viðarkenndri, kryddaðri eða sætri. Þóttu lyktirnar minna á lyktir af reyk, blómum, reykkelsi eða tei.

Þetta er í fyrsta sinn sem lykt af egypskum múmíum frá mismunandi tímabilum er rannsökuð en auk áðurnefndra lykta fannst sams konar lykt og af myglu annars vegar og ryki hins vegar. Þannig að bæði hefur fundist góð og vond lykt.

Ætlunin er að nýta niðurstöðurnar til að gestir egypska þjóðminjasafnsins í Kairó geti fengið að finna allar lyktirnar og einnig til að auðvelda varðveislu múmíanna.

Hissa hvað lyktin var góð

Fyrir rannsókninni fór efnafræðingurinn Matija Strlič sem starfar við Háskólann í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Hann segist hafa fengið hugmyndina að rannsókninni fyrir nokkrum árum þegar hann var í skoðunarferð á rannsóknarstofu þar sem múmía, sem hafði nýlega verið grafin upp, var til rannsóknar. Hann segist hafa verið hissa hversu góð lykt var af múmíunni.

Lyktin hafi minnt á snyrtivörur en hann segist áður hafa heyrt af því að ef múmíur væru í nægilega góðu ástandi þá væri góð lykt af þeim.

Í sumum tilfellum fundu Strlič og samtarfsfólk hans enn lyktina af efnunum sem smurð voru á múmíurnar upphaflega til að tryggja varðveislu þeirra, þótt 5.000 ár væru liðin síðan það var gert.

Ferlið

Þegar lík var útbúið til að verða múmía var ferlið mjög viðamikið og tók yfirleitt marga daga. Flest líffæri voru fjarlægð og sett í sérstakar krukkur og varðveitt þannig. Þetta var gert með tækni þessa tíma en til dæmis var heilinn fjarlægður með því að nota króka til að toga hann út um nasirnar.

Hjartað var hins vegar skilið eftir í líkamanum þar sem það var talið miðstöð hins andlega lífs hvers einstaklings. Líkið var síðan hreinsað með víni og kryddum og natron notað til að ná öllum vökva úr því. Líkið var síðan smurt með olíum og öðrum efnum til að tryggja góða lykt sem Egyptar til forna tengdu við hreinleika og guðdómleika.

Að ná lykt

Til að ná sýnum af lyktinni af múmíunum notuðu vísindamennirnir lítið mót til að ná lyktinni inn í sérstakt hylki sem innihélt fjölliður sem notaðar voru til að fanga lyktarsameindirnar.

Rannsóknin var gerð á níu múmíum sem eru í vörslu eygypska þjóðminjasafnsins.

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að lyktin af múmíunum var afar mismunandi eftir því frá hvaða tíma þær voru og með hvaða efnum þær voru smurðar. Það var erfitt að greina hvort lyktin sem fannst af hverri múmíu væru frá þeim tíma sem þær voru lagðar til hvílu eða hafi komið til með síðari tíma rotnun.

Eins og áður segir var megin tilgangur rannsóknarinnar að tryggja betri varðveislu múmíanna og gefa almenningi tækifæri til að finna hvernig lykt er af þeim.

Matija Strlič minnir á að lykt sé mikilvægur hluti af menningararfi og þess vegna vilji vísindamennirnir að almenningur geti fundið, á egypska þjóðminjasafninu, hvernig lykt er af múmíum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Í gær

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út