fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur orkudrykk?

Pressan
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkudrykkir eru orðnir fastur hluti af hinu daglega lífi margra, allt frá námsmönnum, sem glíma við of lítinn svefn, til íþróttafólks og upptekinna fullorðinna sem þurfa orkuskot. En hvað gerist eiginlega í líkamanum þegar við drekkum orkudrykk?

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sagt orkudrykki vera „ógn við lýðheilsu“ og sérfræðingar segja að þeir hafi ekki bara áhrif á líkamann á fyrstu klukkustundunum eftir neyslu, heldur geti þeir haft áhrif í allt að 24 klukkustundir.

Að sögn National Institute of Health (NIH), þá tekur blóðið 99% af koffíninu upp á fyrstu 45 mínútunum eftir drykkju orkudrykks. Áhrifanna gætir strax eftir fimm mínútur.

Eftir 30 til 50 mínútur byrjar púlsinn að slá hraðar og blóðþrýstingurinn hækkar að sögn Cincinnati Children‘s Hospital Medical Center. Á sama tíma tekur lifrin meiri sykur til sín úr blóðrásinni en það veldur snöggu orkuskoti.

En eftir klukkustund kemur hið óhjákvæmilega sykurfall. Þegar líkaminn hefur notað þessa skyndilegu orku, þá fellur blóðsykurinn mikið og þreytan getur virst enn meiri en áður.

Til að koma í veg fyrir þetta ráðleggja sérfræðingar fólki að drekka orkudrykkinn ekki allan í einu. Þess í stað sé betra að drekka hann á löngum tíma.

Eftir fimm klukkustundir hefur líkaminn brotið um það bil helming koffínsins niður en það getur tekið allt að tvöfalt lengri tíma hjá konum sem nota getnaðarvarnarpillu að sögn American Academy of Sleep Medicine.

Ef fólk er með lítið koffínþol, þá geta svefntruflanir gert vart við sig því áhrifa koffínsins gætir enn.

Eftir 12 til 24 klukkustundir byrja fráhvarfseinkenni að gera vart við sig. Science Direct segir að daglín koffínneysla geti gert fólk háð því og það hafi í för með sér að líkaminn byrji að bregðast neikvætt við þegar koffínið hverfur úr líkamanum.

Algeng fráhvarfseinkenni eru meðal annars: höfuðverkur, þreyta, pirringur, kvíði, erfiðleikar við að einbeita sér og handskjálfti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð