Erika Lust, eigandi fyrirtækisins sem er kvikmyndafyrirtæki sem framleiðir klámmyndir, segir í bloggfærslu að þetta gleðji starfsfólkið og dragi úr stressi. Dagbladet skýrir frá þessu.
Í bloggfærslunni segir hún að byrjað hafi verið að gera þetta þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar herjaði. Ástæðan var að hún veitti því athygli að starfsfólkið var oft niðurdregið en hún telur sig hafa fundið réttu aðferðina til að koma í veg fyrir það.
Hún segir að reynslan af sjálfsfróunarpásunum sé svo góð að nú sé boðið upp á slíkar pásur daglega. Þetta skili glaðara starfsfólki sem er afslappaðra og einbeiti sér betur að vinnunni.