fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Pressan
Laugardaginn 22. febrúar 2025 11:30

Fáir hlusta á kommúnistastjórnina. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fækkaði giftingum í Kína um 20% miðað við 2021. Aldrei áður hefur giftingum fækkað svona mikið á milli ára. Þetta ýtir undir áhyggjur af fólksfækkun í landinu.

The Independent segir að þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda til að fá ungt fólk til að ganga í hjónaband og eignast börn, þá hafi giftingum fækkað mikið á milli ára. Á síðasta ári voru skráðar giftingar 6,1 milljón en til samanburðar voru þær 7,68 milljónir 2021. Árið 2013 voru skráð hjónabönd 13,47 milljónir, svo fækkunin er mikil á rétt rúmum áratug.

Þessi fækkun sýnir vel hversu tregir ungir Kínverjar eru til að hella sér út í hefðbundið fjölskyldulíf. Sérfræðingar segja að meðal skýringa á þessu sé mikill kostnaður við barnagæslu og menntun.

Þess utan hefur staðnaður hagvöxtur haft sín áhrif því margir eiga erfitt með að finna vinnu og margir óttast um starfsöryggi sitt.

Yi Fuxian, lýðfræðingur við Wisconsin-Madison háskólann, sagði að ef þessi þróun haldi áfram, þá eyðileggi það pólitískan og efnahagslegan metnað kommúnistastjórnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann