The Independent segir að þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda til að fá ungt fólk til að ganga í hjónaband og eignast börn, þá hafi giftingum fækkað mikið á milli ára. Á síðasta ári voru skráðar giftingar 6,1 milljón en til samanburðar voru þær 7,68 milljónir 2021. Árið 2013 voru skráð hjónabönd 13,47 milljónir, svo fækkunin er mikil á rétt rúmum áratug.
Þessi fækkun sýnir vel hversu tregir ungir Kínverjar eru til að hella sér út í hefðbundið fjölskyldulíf. Sérfræðingar segja að meðal skýringa á þessu sé mikill kostnaður við barnagæslu og menntun.
Þess utan hefur staðnaður hagvöxtur haft sín áhrif því margir eiga erfitt með að finna vinnu og margir óttast um starfsöryggi sitt.
Yi Fuxian, lýðfræðingur við Wisconsin-Madison háskólann, sagði að ef þessi þróun haldi áfram, þá eyðileggi það pólitískan og efnahagslegan metnað kommúnistastjórnarinnar.