fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Pressan
Laugardaginn 22. febrúar 2025 07:30

Starbucks. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt fyrsta verk Donald Trump þegar hann tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu var að ráðast gegn stefnu forvera síns varðandi fjölbreytileika.

Nú hafa yfirvöld í Missouri höfðað mál á hendur kaffihúsakeðjunni Starbucks vegna fjölbreytileikastefnu hennar. Í stefnunni segir að áhersla Starbucks á fjölbreytileika, jafnrétti og þátttöku minnihlutahópa hafi valdið því að viðskiptavinir hafi þurft að borga meira fyrir kaffið sitt og að þeir hafi þurft að bíða lengur eftir því.

Segir ríkið að Starbucks hafi notað sér fjölbreytileikastefnu sína sem yfirvarp til að mismuna fólki kerfisbundið á grunni kynþáttar, kyns og kynhneigðar. Ríkið heldur því einnig fram að greiðslur til stjórnenda keðjunnar hafi verið árangurstengdar við ráðningarkvóta byggða á kynþætti og kyni umsækjenda.

Þetta hafi leitt til þess að hæfustu umsækjendunum var hafnað og það hafi síðan valdið því að viðskiptavinir hafi þurft að greiða meira fyrir kaffið sitt og bíða lengur eftir því en ef hæfasta fólkið hefði verið ráðið.

Starbucks segir í yfirlýsingu að fyrirtækið hafni þessum ásökunum með öllu.  Sky News skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt