Það er auðvitað hægt að fara ýmsar leiðir til að léttast og það er engin ein rétt eða röng aðferð. Þetta snýst um að finna hvað virkar best fyrir þig.
En það getur samt verið gott að hlusta á það sem sérfræðingar á þessu sviði segja. Meðal annars er hægt að fá hugmyndir frá hjartalækninum Igor Balta sem skýrði nýlega frá því á samfélagsmiðlum hvað hann myndi gera af hann þyrfti að léttast. Notícias ao Minuto skýrir frá þessu.
Borðaðu prótínríkan mat með fáum hitaeiningum. Það er að segja, borðaðu færri hitaeiningar en þú brennir og stilltu prótínmagnið af.
Stundaðu hreyfingu, sérstaklega styrktaræfingar og þolæfingar.
Gættu þess að drekka rétt magn af vökva. Hann ráðleggur fólki að drekka 35 til 50 ml/kg á degi hverjum.
Sofðu í um sjö klukkustundir á hverri nóttu.
Hafðu stjórn á stressinu.
Hann segir að það geti verið mjög mikilvægt að einblína á tvö síðustu atriðin, sérstaklega ef fólk hefur áður reynt að fylgja fyrstu þremur atriðunum.
Hann segir að ef þú átt til dæmis erfitt með að losna við fitu af maganum, þá geti ástæðan verið að þú sért stressuð/aður eða sofir ekki nóg.