fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Pressan
Laugardaginn 22. febrúar 2025 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki auðvelt að losna við aukakílóin, það vita þeir sem hafa reynt. Það þarf aga og markvissa vinnu í langan tíma til að losna við þau. Þegar þessi vinna er farin að skila árangri, þá er nánast útilokað að hætta því hvatningin er til staðar.

Það er auðvitað hægt að fara ýmsar leiðir til að léttast og það er engin ein rétt eða röng aðferð. Þetta snýst um að finna hvað virkar best fyrir þig.

En það getur samt verið gott að hlusta á það sem sérfræðingar á þessu sviði segja. Meðal annars er hægt að fá hugmyndir frá hjartalækninum Igor Balta sem skýrði nýlega frá því á samfélagsmiðlum hvað hann myndi gera af hann þyrfti að léttast. Notícias ao Minuto skýrir frá þessu.

Borðaðu prótínríkan mat með fáum hitaeiningum. Það er að segja, borðaðu færri hitaeiningar en þú brennir og stilltu prótínmagnið af.

Stundaðu hreyfingu, sérstaklega styrktaræfingar og þolæfingar.

Gættu þess að drekka rétt magn af vökva. Hann ráðleggur fólki að drekka 35 til 50 ml/kg á degi hverjum.

Sofðu í um sjö klukkustundir á hverri nóttu.

Hafðu stjórn á stressinu.

Hann segir að það geti verið mjög mikilvægt að einblína á tvö síðustu atriðin, sérstaklega ef fólk hefur áður reynt að fylgja fyrstu þremur atriðunum.

Hann segir að ef þú átt til dæmis erfitt með að losna við fitu af maganum, þá geti ástæðan verið að þú sért stressuð/aður eða sofir ekki nóg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deitaði á laun í bataferlinu

Deitaði á laun í bataferlinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti