Lögmaðurinn og blaðamaðurinn Seth Abramson er að skrifa bækur um lífshlaup ríkasta manns heims, Elon Musk. Þriðja bókin kemur út á þessu ári og er strax farin að vekja athygli, sérstaklega eftir að Abramson fór mikinn á samfélagsmiðlum um meinta meðalgreind auðkýfingsins.
Abramson vísar til þess að aðdáendur Musk haldi því fram að Musk sé með háa greindarvísitölu og það skýri árangur hans í viðskiptalífinu, en blaðamaðurinn skrifaði á X í vikunni að Musk eigi engin afrek að baki sem megi rekja til meintra vitsmunalegra yfirburða hans.
„Sem höfundur bókar um lífshlaup Elon Musk áætlaði ég að greindarvísitala hans sé á bilinu 100–110. Það er ekkert úr lífshlaupi hans sem bendir til greindar umfram það. Og ég vil endurtaka mig svo þið haldið ekki að þetta sé innsláttarvilla. Það eru ENGAR sannanir úr lífi hans sem benda til þess að Musk sé með greindarvísitölu umfram 110.“
As an Elon Musk biographer, I would peg his IQ as between 100 and 110. There’s zero evidence in his biography of anything higher.
And I want to repeat that now, lest you think it a typo.
There’s zero evidence, from his life history, of Musk having anything higher than a 110 IQ.
— Seth Abramson (@SethAbramson) February 20, 2025
Abramson rekur að Musk var ákærður fyrir að stela hugmyndinni að fyrirtækinu Zip2. Þaðan var hann svo rekinn af fjárfestum. Síðan ætlaði hann sér að keyra fyrirtækið PayPal í þrot og var þá aftur rekinn. Svo fjárfesti hann í bifreiðafyrirtækinu Tesla sem var á þeim tíma í fjárhagslegum erfiðleikum.
Musk hafi ekkert fundið upp. Hann hafi náð í sumum tilvikum að fjárfesta í fyrirtækjum á réttum tíma en árangur þessara fyrirtækja sé ekki þökk sé honum heldur þrátt fyrir hann. Eina almennilega hugmynd Musk sé SpaceX sem megi þakka fyrrum Bandaríkjaforseta, Barack Obama, velgengni sína. Obama var tilbúinn að ganga til samninga við SpaceX, en áður hafði Musk leitað til stjórnvalda í Rússlandi sem vísuðu honum hlæjandi á dyr. SpaceX var hugmynd Musk en hann eigi þó engan þátt í velgengninni heldur allt hæfileikaríka fólkið sem þar vinnur.
Önnur fyrirtæki Musk, The Boring Company og Neuralink, hafi ekki unnið nein þrekvirki. Boring Company hafi búið til ólöglega eldvörpu sem ekkert er hægt að gera við og Neuralink er siðferðislega umdeilt og hefur verið til opinberrar rannsóknar. Gervigreindin Grok sé bara léleg eftirherma af gervigreind OpenAi og Musk sé aðeins að standa í gervigreindarsamkeppninni því hann þoli ekki að OpenAI fór að ganga vel þegar hann sagði skilið við verkefnið.
Musk sé enginn vísindamaður. Ekkert af uppfinningum þessara fyrirtækja séu hans.
Hann hafi eins keypt Twitter, sem heitir nú X, og það verði kennt í viðskiptafræðinámi næstu 200 árin hvernig honum tókst að taka blómlegan samfélagsmiðil og breyta honum í rusl.
„Endilega Google-ið allt sem Musk hefur gert til að plata fólk í að halda að hann sé búinn að koma fótunum undir sig í vélmennaframleiðslu. Það þarf enga greind til að henda peningum út um allt, keypa fyrirtæki eða kaupa stjórnmálamenn. Allir myndu, eða gætu það. Það þarf ekki greind til að, eftir að hafa hent peningum í stjórnmálamann, nota athyglina sem þú fékkst við það til að lyfta þínum eigin rekstri upp – rekstri sem þú veist vel að þú átt engan þátt í velgengninni á, þess vegna þarftu að fikta í einkaleyfum til að fela þá staðreynd.
Ef þið tengið greind við það eitt að eyða peningum þá eruð þið í sértrúarsöfnuði. Ef þið tengið greind við það eitt að eiga fyrirtæki sem gengur vel, þegar þið komið ekki nálægt daglegum rekstri og eruð í raun hindrun frekar en stuðningur, þá eruð þið í sérstrúarsöfnuði.“
Abramson segir það sérbandarískt fyrirbæri að rugla saman auðæfum við greind og fyrirtækin sem eiga peningana. Annars staðar í heiminum þættu slíkar meiningar galnar, sérstaklega þar sem það er ekkert sem bendir til þess að Musk sé afburðagreindur.
Hann rekur að Einstein hafi ekki verið snillingur bara því hann átti nóg af peningum til að kaupa fyrirtæki og hafði efni á að taka áhættuna á að keyra þau í þrot þar til fólk með alvöru greind fann leið til að halda honum frá rekstrinum. Það sama eigi við um Isaac Newton.
Blaðamaðurinn tók þó fram að hann líti ekki á mælingar á greindarvísitölu stórum augum. Hann sé að tala um greindarvísitölu því aðdáendur Musk gera það þegar þeir halda fram meintum gáfum auðmannsins. Þetta séu aðdáendurnir að gera án þess að hafa nokkuð fyrir sér í þeim efnum.
„Hann kann að gefa fölsk loforð og tala upp sjálfan sig. Hann hefur lítið af hæfileikum umfram það. “
Abramson rekur loks að hann stundi það ekki að dýrka ríkt fólk eða ætla því gáfur. Það sé hins vegar orðið einkenni rebúblikana í Bandaríkjunum undanfarin misseri, þar þurfi fólk að geta trúað því að Musk og Donald Trump Bandaríkjaforseti séu greindir. Það sé þó ekki hlutverk sagnfræðinga, blaðamanna, ævisöguritara, lögmanna, ritstjóra, lögfræðinga, listamanna eða fræðimanna – allt stéttir sem Abramson telur sig tilheyra – að ýta undir slíkar ranghugmyndir.
It’s not the job of historians, journalists, biographers, lawyers, editors, attorneys, artists or academics—all things I am—to coddle your hangups by pretending things are true you emotionally need to be so.
Your hangups are your business; deal with them. https://t.co/p7MdpV97pD
— Seth Abramson (@SethAbramson) February 21, 2025