Það um klukkan 14 á mánudag í síðustu viku sem drengurinn sá mann vera að reyna að komast inn í húsið í gegnum dyrnar út á pallinn.
Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við TV2 að drengurinn hafi undrast að þjófurinn virtist ekki sjá hann í gegnum glerið í dyrunum. Líklegast hefur þjófurinn verið svo upptekinn við að reyna að brjóta dyrnar upp að hann veitti drengnum ekki athygli en að lokum tókst honum að brjóta dyrnar upp.
Hann hefði þó líklega átt að halda sig fjarri húsinu því um leið og hann gekk inn í húsið réðst drengurinn á hann og lamdi hann í kynfærin með hamri sem hann hafði sótt sér.
„Hann sló þjófinn á milli fótanna, á veikasta staðinn. Síðan sló hann aftur en í þetta sinn í ökklann og þá öskraði þjófurinn: „Ái, helvíti hafi það,“ og stakk af,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Hann sagði að reglan sé auðvitað sú að fólk eigi ekki að lemja aðra með hamri en í þessu tilfelli hafi verið um nauðvörn að ræða.