fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Pressan
Föstudaginn 21. febrúar 2025 04:14

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt má telja að innbrotsþjófur einn sjái eftir að hafa ákveðið að brjótast inn í hús í Hammerun á miðju Jótlandi í Danmörku í síðustu viku. 12 ára drengur var heima þegar þetta gerðist og sýndi hann mikið snarræði og hrakti innbrotsþjófinn á brott.

Það um klukkan 14 á mánudag í síðustu viku sem drengurinn sá mann vera að reyna að komast inn í húsið í gegnum dyrnar út á pallinn.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við TV2 að drengurinn hafi undrast að þjófurinn virtist ekki sjá hann í gegnum glerið í dyrunum. Líklegast hefur þjófurinn verið svo upptekinn við að reyna að brjóta dyrnar upp að hann veitti drengnum ekki athygli en að lokum tókst honum að brjóta dyrnar upp.

Hann hefði þó líklega átt að halda sig fjarri húsinu því um leið og hann gekk inn í húsið réðst drengurinn á hann og lamdi hann í kynfærin með hamri sem hann hafði sótt sér.

„Hann sló þjófinn á milli fótanna, á veikasta staðinn. Síðan sló hann aftur en í þetta sinn í ökklann og þá öskraði þjófurinn: „Ái, helvíti hafi það,“ og stakk af,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Hann sagði að reglan sé auðvitað sú að fólk eigi ekki að lemja aðra með hamri en í þessu tilfelli hafi verið um nauðvörn að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Í gær

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni