fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Pressan
Föstudaginn 21. febrúar 2025 04:08

Ojeda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðja nótt spörkuðu þrír þungvopnaðir menn upp dyrunum að íbúð á fjórtándu hæð í Santiago, höfuðborg Chile, og vöktu þriggja manna fjölskyldu sem þar býr.

Heimilsfaðirinn, Ronald Ojeda, var færður á brott, aðeins í nærbuxum, fyrir framan augun á eiginkonu sinni og sex ára syni.

Þetta var í síðasta sinn sem þau sáu hann á lífi. Níu dögum síðar fannst lík hans í ferðatösku sem hafði verið fyllt með steypu. El País skýrir frá þessu.

Ronald Ojeda, sem varð 32 ára, var ekki bara einhver. Eftir misheppnaða valdaránstilraun í Venesúela, neyddist hann til að flýja til Chile þar sem hann sótti um pólitískt hæli. Nokkrum vikum fyrir morðið, stimplaði stjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, hann sem föðurlandssvikara. Financial Times skýrir frá þessu.

Yfirvöld í Chile eru ekki í nokkrum vafa um að Maduro og hans fólk hafi staðið á bak við morðið sem var framið af meðlimum í hinu illræmda glæpagengi Tren de Aragua.

Í samtali við New York Times sagði Carolina Tohá, innanríkisráðherra Chile, að minnst þrír aðilar hafi játað að háttsettir venesúelskir embættismenn hafi ráðið þá til að myrða Ojeda.

Stjórnvöld í Venesúela vísa þessu algjörlega á bug.

„Allir eru hræddir“

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum fjölbýlishússins í Santiago sýna skýrt og greinilega að Ojeda var færður á brott, aðeins í nærbuxum, af þremur mönnum í einkennisbúningi lögreglunnar.

„Það hefði verið hægt að myrða Ojeda á mun einfaldari hátt sem hefði ekki fengið eins mikla athygli. Það er ástæða fyrir því að þessi aðferð var valin – til að vekja athygli og hræða,“ sagði Carolina Tohá í samtali við New York Times.

Svo virðist sem upptökurnar hafi haft tilætlun áhrif með því að vekja ótta meðal fólks sem hefur einnig flúið einræðisstjórn Maduro. Þetta sagði Zair Mundaray, sem er landflótta Venesúelamaður en hann var áður saksóknari í heimalandinu. „Allir eru hræddir. Fólk þorir ekki að veita upplýsingar um sig sjálft, hvernig það flúði eða hvaða landi það býr nú í,“ sagði hann í samtali við New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Í gær

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni