fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Pressan
Föstudaginn 21. febrúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm fangaverðir í New York hafa verið ákærðir fyrir morð af annarri gráðu og þrír til viðbótar hafa verið ákærðir fyrir manndráp vegna dauða Robert Brooks í desember síðastliðnum. Einn til viðbótar hefur svo verið ákærður fyrir að reyna að spilla sönnunargögnum.

Lögreglumenn höfðu flutt Robert í Marcy-fangelsið í uppsveitum New York-ríkis þann 9. desember síðastliðinn og segir William J. Fitzpatrick, saksóknari í málinu, að tekið hafi verið á móti honum með ofbeldi. Hann hafi verið laminn nánast til óbóta og kafnað á eigin blóði.

„Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að ekkert sem Robert Brooks gerði réttlætti þessa meðferð. Staðreyndin er sú að hann gerði nákvæmlega ekki neitt,“ sagði Fitzpatrick á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti um ákærurnar.

Barsmíðarnar náðust á búkmyndavél fangavarðar og á myndefninu má meðal annars sjá þegar Robert var kýldur í höfuð, sparkað í hann og þrengt að öndunarvegi hans meðan hann var hlekkjaður á höndum og fótum. Hlaut hann innvortis blæðingar og beinbrot meðal annars.

Robert Brooks Jr., sonur Roberts, var viðstaddur blaðamannafundinn í gær. „Ég mun aldrei fá föður minn aftur. Þessir menn myrtu föður minn og það náðist á myndband. Það er ósk mín að dauði hans verði ekki til einskis“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að nauðga og myrða írskan bakpokaferðalang

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að nauðga og myrða írskan bakpokaferðalang
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag