fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

104 ára kona færð í fangelsi

Pressan
Föstudaginn 21. febrúar 2025 07:30

Loretta komin í fangelsið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

104 ára kona, Loretta að nafni, var færð í fangelsi í New York ríki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þegar lögreglumenn komu með hana í fangelsið í Geneseo voru fingraför tekin sem og ljósmynd og síðan var hún flutt í fangaklefa og læst inni í honum.

Lögreglan í Livingston County skýrði frá þessu á Facebook og skrifaði: „Loretta, sem býr á Avon dvalarheimilinu, var spurð hvað hún vildi í afmælisgjöf og svarið var að hana langaði að sjá hvernig fangelsið okkar lítur út að innan því hún hafði aldrei komið í fangelsi. Loretta skemmti sér mjög vel í skoðunarferð um fangelsið okkar og við erum svo ánægð yfir að hafa getað látið ósk hennar rætast.“

Loretta með gestgjöfunum.

Hurlbut Care Communities, sem annast rekstur dvalarheimilisins þar sem Loretta býr, segir að Loretta hafi notið þess að fá köku, að láta taka fingraför sín og ljósmynd af sér. Einnig hafi skoðunarferðin um fangelsið fallið vel í kramið hjá henni sem og að vera lokuð inni í fangaklefa. Einnig hafi hún hitt marga lögreglumenn og nýjasta lögregluhundinn.

Loretta fór í þessa óvenjulegu heimsókn tveimur dögum eftir 104 ára afmælið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Í gær

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni