Maður hugsar frekar um stífbónaðar glæsibifreiðar og bílablaðamann sem segir: „Þetta er besti bíll sem ég hef nokkru sinni ekið.“
Porsche veðjaði stórt á rafbíla en það veðmál gekk ekki upp því fjársterkir Þjóðverjar standa ekki beinlínis í röð til að kaupa hljóðlausan Taycan.
Salan hefur ekki verið góð og það þýðir að starfsfólki verður sagt upp.
Samtals á að fækka starfsfólki um 1.900 á þessu ári og því næsta. Þess utan hefur fyrirtækið ákveðið að framlengja ekki tímabundna samninga 1.500 starfsmanna.
En það er ekki aðeins í starfsmannahaldinu sem breytingar verða. Fyrirtækið neyðist til að endurhugsa alla sína taktík og hefur ákveðið að eyða 800 milljónum evra í þróun klassískra bíla með hefðbundnum jarðefnaeldsneytisvélum.