fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 11:30

Bell hjónin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón á eftirlaunum sem brugðu sér í heimsókn til dóttur sinnar horfðu skelfd á það í eftirlitsmyndavélum á heimili sínu þegar nágrannar þeirra notuðu tækifærið og „stálu“ hluta af garði hjónanna á meðan þau voru þúsundir kílómetra í burtu í Ástralíu.

Bresku hjónin Rosa Bell, 67 ára, og eiginmaður hennar Murray, 72 ára, sem búsett eru í Surrey voru agndofa yfir því að sjá byggingarmenn fjarlægja girðinguna sína, grafa upp veröndina sína og rífa skúr á lóð þeirra á meðan þau voru að heimsækja dóttur sína hinum megin á hnettinum.

Nágrannadeilurnar hófust þegar Bellhjónin sóttu um stækkun lóðar við hlið heimilis síns og lýstu yfir áhyggjum vegna þakrennu hjá nágrannanum. En deilan jókst þegar hjónin voru að heimsækja dóttur sína jólin 2022. Á meðan þau voru í burtu tóku nágrannar þeirra, Huy Eng og Michael Myers, 1,2 metra í öðrum enda garðsins og 76 sm í hinum. 

„Við höfðum ekki séð dóttur okkar í fjögur ár svo við fórum til að verja jólunum með henni en fríið var eyðilagt með þessu,“ segir Rosa. Fjallað er um mál hjónanna í mörgum breskum miðlum þar á meðal DailyMail.

„Við sáum allt sem þeir voru að gera í myndavélinni þegar við vorum hinum megin á hnettinum. Einn daginn gerðu þeir þetta og svo næsta annað. Það var eins og þeir væru að stríða okkur vitandi að við værum svo langt í burtu.“

Á upptökum má sjá vinnumenn vita vel af myndavélinni, vinka og óska hjónunum gleðilegrar hátíðar.

Hjónin kvörtuðu bæði til sveitarstjórnar og lögreglu, en endurheimtu ekki land sitt og þurftu því með einkamál fyrir dómstóla. Hjónin og nágrannar þeirra hafa síðan bæði lagt fram sína kröfu um hvar lóðamerki milli fasteigna þeirra eiga að liggja, og ber ekki saman um. Óljós lóðamerki eru rakin til „grófra“ teikninga sem eiga uppruna sinn allt til 1930 og gefa ekki skýra mynd af raunverulegum lóðamörkum.

Kröfu hjónanna um skaðabætur var hafnað, en þau bíða enn dómsúrskurðar um hver eigi landið.

Svona litu lóðamerkin út þegar hjónin fóru í frí
Og svona þegar þau komu heim

Bell segir málið hafa verið mikið álag fyrir hana og eiginmanninn:

„Við fórum bæði á eftirlaun og keyptum þetta yndislega hús sem átti eftir að verða heimili okkar að eilífu. En við höfum lent í þessu viðbjóðslegu ástandi eftir að nágrannarnir ákváðu að flytja girðingu sína yfir á eignina okkar án þess að hafa farið fyrst fyrir dómstóla eða gert samkomulag við okkur. Við vorum í burtu í heimsókn hjá dóttur okkar í Ástralíu og sáum þá ráðast inn á eignina okkar, klippa plöntur, tré, runna. Við höfum reynt að gera allt til að bæta úr. Við höfum látið gera kannanir og eytt háum fjárhæðum, en þetta fólk hefur bara tekið lögin í sínar hendur.

Málið hefur ekki haft neinar afleiðingar fyrir þá, þeir brutust inn í garðinn okkar, fluttu skúrinn og sturtuðu öllu fyrir framan eldhúsdyrnar okkar. Ég skil þetta ekki. Þetta er lifandi helvíti. Eini möguleiki okkar virðist vera að eyða stórfé í þóknun lögfræðinga til að berjast gegn þessu.“ 

Svona var aðkoman þegar hjónin komu heim, innihald skúrsins sem nágrannarnir rifu var á lóðinni
Skemmdir á lóð hjónanna

Eftir að hafa keypt húsið, sem hjónin héldu að yrði framtíðarheimili þeirra, árið 2019 fyrir 670 þúsund pund, hittu hjónin ekki nágranna sína fyrr en fyrsta skipulagsumsóknin um framlengingu lóðarinnar var lögð fram. Nágrannarnir keyptu sitt hús í apríl árið 2018. Bell heldur því fram að nágrannar þeirra hafi byrjað á því að taka niður lóðagirðinguna og höggva niður öll tré og runna þeirra í desember 2022. Þegar girðingin hafði verið fjarlægð fóru verktakar að „narta“ í garð hjónanna og unnu jafnvel vinnuna í skjóli myrkurs. Heilt hlyntré var fellt og einn maður sést í  myndavél klippa eplatrjágreinar hennar og reisa nýja girðingu milli lóðanna.

Fjórum mánuðum síðar brugðust hjónin við með því að taka niður girðinguna og byggja nýja á fyrri markalínum lóðanna. Mánuði síðar, í júní árið 2023 brugðust nágrannarnir við með því að rífa girðinguna og setja hana aftur á lóðamörkin sem nágrannarnir telja rétt.

Í lögfræðilegum gögnum vegna málsins kemur fram krafa um að upphafleg lóðagirðing hafi verið „viðurkennd af báðum aðilum sem lögleg mörk“.

Hér má sjá lóðarbútinn sem hjónin segja nágrannana hafa stolið

„Þetta er töluverður hluti af lóðinni. Þeir fullyrða að þeir séu með lóðaruppdrætti, en slíkur gefur þeim hvorki rétt né vald til að færa lóðamörk sem hafa verið í meira en 40 ár. Þeir verða að leggja fram beiðni til dómstóla eða gera samning við okkur. Þeir gerðu hvorugt. Þeir halda því fram að landmælingamaður þeirra hafi leiðbeint þeim. Við höfum leitað til lögfræðinga og eytt miklum peningum nú þegar. Á frumbréfunum segir að lóð okkar hafi verið 40 fet að aftan. Við höfum fengið nokkrar kortlagningar og látið gera kannanir sem sýna hvar lóðamörkin liggja. Frumskjölin eru frá því að nokkur fasteign var byggð hér.

Hver ​​gerir svona? Þeir bíða eftir að við erum í burtu og breyta þá. Lögreglan eða borgarráð mun ekki blanda sér í málið þar sem þetta er einkamál þannig að við verðum að fá lögfræðiráðgjöf. Þeir brutust inn í skúrinn okkar, grófu upp verönd og skildu allt eftir í svo miklu rugli. Við gátum varla gengið út í garð,“ segir Rosa sem segir nágrannana þverneita öllum sáttatillögum.

„Þeir hunsa allt, þar á meðal bréf frá lögfræðingum okkar. Við erum hræðilega svekkt og mjög sorgmædd yfir öllu ástandinu. Við viljum bara flytja núna og komast héðan en við getum ekki selt á meðan þessi ágreiningur er í gangi.“

Nágrannar hjónanna hafna öllum ásökunum og telja sig í fullum rétti og segja Bellhjónin hafa áreitt sig, þeir benda einnig á að þeir hafi unnið málið þegar kröfu Bellhjónanna um skaðabætur var hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá KALEO
Pressan
Í gær

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Í gær

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna