fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Pressan
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkasta manni heims, Elon Musk, hefur verið falið að skera fituna af opinberum rekstri í Bandaríkjunum. Þetta gerir hann í gegnum sérstaka deild sem nefnist DOGE, eða department of government efficiency. Musk sagði á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu nýlega að hann væri að ganga hratt til verka og fyrirséð að hann gæti í sumum tilvikum farið rangt með staðreyndir. Þetta hefur hann staðið við.

Fjölmiðlar hafa nú vakið athygli á því að meintur sparnaður með aðgerðum DOGE hafi verið stórlega ofmetinn. Á mánudaginn birti DOGE lista yfir opinbera samninga sem deildin hafði rift í sparnaðarskyni en með þessu hefði náðst að spara 16 milljarða Bandaríkjadala. Þessu til sönnunar voru birtar kvittanir á vefsíðu DOGE. Stærsta hlutann af þessum mikla sparnaði mátti rekja til samnings sem var gerður á vegum bandarísku útlendingastofnunarinnar. DOGE hafði þó ofmetið þennan samning töluvert. Hann var skráður á listann sem sparnaður upp á 8 milljarða Bandaríkjadala en í rauninni hljóðar hann aðeins upp á 8 milljónir dala. Það sem meira er, þá hafði samningurinn verið efndur að hluta og 2,5 milljónir þegar greiddar út sem verða ekki endurgreiddar.

Hvað aðra samninga varðar þá hefur DOGE enga grein gert fyrir því hversu mikið hið opinbera hefur þegar greitt til að efna þá. DOGE skráir bara heildarfjárhæðina en ljóst er að það sem þegar hefur verið greitt fæst ekki til baka og því er ekki hægt að leggja mat á hversu miklar fjárhæðir er raunverulega verið að spara með því að rifta samningunum.

Annað neyðarlegt mál Musk og DOGE varðar bótagreiðslur, lífeyri og félagslegan stuðning. Musk birti á samfélagsmiðli sínum X skjáskot sem átti að sanna umfangsmikil svik í bótakerfinu. Fjöldi fólks á aldrinum 100-300 ára væri að þiggja bætur samkvæmt kerfum hins opinbera. Donald Trump Bandaríkjaforseti fékk áfall fyrir þessum ófyrirleitnu svikum. Hann sagði á blaðamannafundi á þriðjudaginn að „milljónir og milljónir manns sem eru rúmlega 100 ára“ væru að þiggja bætur sem væru augljóstlega svikarar. Musk fór mikinn í netheimum þar sem hann gantaðist með vampírur sem væru á spena hins opinbera.

Það kom þó fljótt í ljós að DOGE og Musk voru að misskilja gögnin. Wired rekur að bótakerfið byggir á forritunarmáli sem kallast COBOL. COBOL er 60 ára gamalt forritunarmál og nokkuð dyntótt hvað dagsetningar varðar. Þegar fæðingardagur er ekki skráður í kerfið eða skráður með röngum hætti þá virðist COBOLT fara í baklás. Gagnagrunnurinn sem Musk vísar til sýnir tæplega 400 milljón bótaþega, sem eru fimm sinnum fleiri en raunverulega voru að þiggja bætur árið 2024. Bandaríkjamenn eru líka um 340 milljónir, svo eitthvað er Musk að lesa vitlaust úr kerfunum.

„DOGE er að vaða, með svo gott sem ótakmarkaðan aðgang, inn í allar þessar stofnanir með sleggjuna á lofti,“ segir Thomas Drake, uppljóstrari sem starfaði áður fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) og bætir við að DOGE virðist þó hafa engan skilning á því hvernig kóðar, gagnagrunnar og kerfi hins opinbera virka. Þetta sé raunveruleg ógn við öryggi persónuupplýsinga Bandaríkjamanna.

DOGE, Trump og Musk hafa verið höfð að háði og spotti af pólitískum andstæðingum Repúblikana fyrir þennan misskilning. Aðrir benda á að þó svo að mögulega sé um misskilning að ræða þá hafi þetta þó sýnt vel að bótakerfið er úrelt, en líklega geta allir verið sammála um að 60 ára forritunarmál er mögulega komið til ára sinna. Hins vegar hefur hið opinbera veigrað sér við að koma upp nýju kerfi út af kostnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá KALEO
Pressan
Í gær

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Í gær

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna