fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Pressan
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 10:30

Bibas-fjölskyldan. Fjölskyldufaðirinn Yarden er sá eini sem er á lífi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsmenn Hamas-samtakanna hafa látið Ísraelsmenn fá lík fjögurra gísla sem teknir voru höndum þann 7. október 2023. Talið er að í þeim hópi séu Shiri Bibas og tveggja sona hennar, Ariel og Kfir.

Kfir var aðeins níu mánaða þegar hann var tekinn höndum og var hann sá yngsti sem tekinn var höndum í innrásinni. Ariel var fjögurra ára.

Eiginmaður Shiri og faðir Ariels og Kfir var einnig tekinn en honum var sleppt fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið í haldi Hamas í 16 mánuði.

Hamas-samtökin segja að Shiri, Ariel og Kfir hafi látist í eldflaugaárásum Ísraela „snemma í stríðinu“ en í frétt AP kemur fram að engin sönnun um það liggi fyrir.

Talið er að fjórða líkið sé af hinum 83 ára gamla Oded Lifshitz, fyrrverandi blaðamanni, sem tekinn var höndum á heimili sínu í Nir Oz.

Isaac Herzog, forseti Ísraels, sagði í færslu á X eftir að Ísraelsmenn fengu líkin afhent að hjörtu landsmanna væru í molum yfir örlögum fjórmenninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Í gær

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna