Jamie Dimon, forstjóri bankans, er sagður staðráðinn í að hætta með „vinna að heiman“ möguleikann sem var tekinn upp á tíma heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hefur starfsfólki verið tilkynnt að það eigi að snúa aftur til vinnu á skrifstofunni fimm daga vikunnar frá og með mars.
Mirror segir að þessum fréttum hafi ekki verið vel tekið af starfsfólki bankans í Lundúnum en þar starfa um 14.000 manns hjá bankanum.
Starfsfólkinu í skrifstofunni í Canary Wharf hefur nú verið úthlutað skrifborðsaðstöðu frá og með mars en hins vegar er ekki búið að leysa málin í höfuðstöðvunum í Victoria Embankment því þar er einfaldlega ekki pláss fyrir allt starfsfólkið í einu.