fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtán ára piltur sem kramdi fiðrildi, blandaði gumsinu við vatn og sprautaði sig síðan í lærið dó á kvalafullan hátt á sjö dögum.

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga.

Pilturinn sem um ræðir hét Davi Nunes Moreira og lést hann á sjúkrahúsi í Brasilíu síðastliðinn fimmtudag. Grunur leikur á að um hafi verið að ræða einhvers áskorun á netinu sem drengurinn féllst á að framkvæma.

Pilturinn er sagður hafa þjáðst af uppköstum og sárum verkjum í fætinum eftir uppátæki sitt. Hann sagði föður sínum að hann hefði meitt sig en þegar ástand hans versnaði leiddi hann föður sinn og lækna í allan sannleikann um hvað gerst hafði. Var hann lagður inn á sjúkrahús þar sem hann lést nokkrum dögum síðar.

Krufning á eftir að fara fram til að úrskurða um dánarorsök en Luis Fernando D. Relvast, sérfræðilæknir við Hospital Santa Marcelina, sagði við brasilíska fjölmiðla að mögulega hefði myndast stífla í æð, loft komið inn í æðina eða hann látist vegna ofnæmisviðbragða.

Þá þykir ekki útilokað að eiturefni af einhverju tagi hafi að lokum dregið hann til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Í gær

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna