Politico hefur eftir heimildarmönnum sem eru nánir páfanum að hann hafi sjálfur sagt að mögulega muni hann ekki lifa sýkinguna af. Hann hafi undanfarnar vikur unnið að því að „hnýta lausa enda“ eins og það er orðað.
Það sem gerir sýkinguna nú sérstaklega varhugaverða er sú staðreynd að hann gekkst undir aðgerð árið 2021 þar sem hluti af vinstra lunga hans var fjarlægður vegna langvarandi lungnabólgu. Hafa læknar sagt að ástand hans sé „flókið“.
Frans, sem var skírður Jorge Mario Bergoglio, fæddist í Buenos Aires í Argentínu árið 1936. Hann varð páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar árið 2013 og varð þar með fyrsti páfinn í yfir 1200 ár sem ekki kemur frá Evrópu.