fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arkitektinn Rex Heuermann hefur verið sakaður fyrir röð morða á árunum 1993-2011 og hefur til þessa verið ákærður fyrir sjö morð en ekki er útilokað að þau verði fleiri. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum, þá sérstaklega á Long Island þar sem Heuermann bjó ásamt eiginkonu sinni, Ásu Guðbjörgu Ellerup.

New York Post rekur nú að Heuermann-fjölskyldan hafi áður átt sér myrka forsögu. Frændi Rex, presturinn Kenneth Heuermann, var árið 2019 sakaður um að hafa byrlað barni ólyfjan og kynferðislega misnotað það frá 8 ára aldri.

Meintur þolandi er í dag á áttræðisaldri en hún lagði fyrst fram kæru árið 2019. Hún nýtur nafnleyndar í málinu og er aðeins kölluð R.W. Hún stefndi kirkjunni sem Kenneth starfaði fyrir og krafðist milljarða í skaðabætur. Brot Kenneth hafi valdið henni óafturkræfum skaða. Brotin hafi verið svo hrottaleg að hún þurfti að aftengja sig raunveruleikanum á meðan á þeim stóð og hefur síðan þá glímt við rofinn persónuleika.

R.W segir að ofbeldið hafi byrjað þegar móðir hennar skutlaði henni í kirkjuna á æfingu fyrir jólahelgileikinn. Þar fór stúlkan með hlutverk Maríu meyjar. Þennan dag braut Kenneth fyrst gegn henni og hélt áfram að brjóta gegn henni næstu sjö árin, frá árinu 1961-1968. Brotin áttu sér ekki stað fyrir luktum dyrum heldur fyrir framan aðra karlkyns meðlimi safnaðarins og eiginkonur þeirra. Kynferðisofbeldið var einhvers konar athöfn í augum Kenneth. Meðal annars notaði hann áletraða steina í ofbeldinu sem fór stundum fram í kirkjunni sjálfri, og þá við altarið, eða þá á griðastað safnaðarins.

R.W segist hafa greint yfirmönnum í kirkjunni frá ofbeldinu en þeir hafi ekkert gert til að stöðva Kenneth. Þess í stað verndaði kirkjan sinn mann. R.W sagði prestinn hafa hótað því að ráða henni bana ef hún segði frá ofbeldinu.

Kenneth neitaði sök. Þegar hann gaf skýrslu í málinu var hann spurður hvort hann hefði nokkurn tímann lagt hendur á stúlkuna: „Aldrei, aldrei, aldrei, aldrei, aldrei“.

Dómur er ekki fallinn í málinu en Kenneth lést á hjúkrunarheimili í nóvember. R.W. segist hafa allt frá árinu 1991 reynt að leita réttar síns en ávallt komið að lokuðum dyrum með vísan til fyrningarfrests. Síðar voru sett sérstök lög fyrir þolendur barnaníðs sem tóku gildi árið 2019. Samkvæmt þeim geta fullorðnir þolendur barnaníðs stefnt gerendum sínum óháð því hvenær ofbeldið átti sér stað.

Kenneth og faðir Rex Heuermann voru systkinabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Í gær

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna

Hverjar geta afleiðingarnar orðið ef 2024 YR4 lendir í árekstri við jörðina? – Þetta vitum við núna