fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 11:37

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, stendur fyrir umfangsmikilli hagræðingu í rekstri ríkis síns og þykir þar ekki sýna neina vægð. Þetta gerir hann í nafni þess að hið opinbera hafi farið of frjálslega með skattpeninga almennings og mikið um óráðsíðu. Þetta er heilmikið verkefni enda ríkisreksturinn í Bandaríkjunum gífurlega umfangsmikill. Þrátt fyrir þetta hefur Trump fundið tíma til að slaka aðeins á milli verkefna en Huffpost greinir frá því að forsetinn, sem tók við embætti þann 20. janúar, sé þegar búinn að eyða 1,5 milljarði króna af skattpeningum, eða um 10,7 milljónum dala, í að spila golf.

Auðkýfingurinn Elon Musk og hagræðingastofnun hans DOGE hafa þó ekki gert athugasemd við þennan kostnað svo ætla má að hann sé talinn nauðsynlegur fyrir skilvirkan og hagkvæman rekstur ríkisins.

Hvíta húsið svaraði ekki fyrirspurn Huffpost vegna málsins en Jordan Libowitz, sem fer fyrir samtökum sem nefnast Citizens for Responsibility and Ethics í Washington (CREW) sem berjast gegn frændhygli og spillingu í stjórnmálum, segir ljóst að allt tal Donald Trump um fjársvik, óráðsíu og peningasóun hjá hinu opinbera eigi greinilega við alla nema hann sjálfan.

„Það er ljóst að þegar ríkisstjórn Trump vinnur með skilgreininguna á spillingu og peningasóun þá nær slíkt ekki til þeirra peninga sem enda í vasa forsetans. Með því að sinna hagnaðardrifnum eignafyrirtækjum sínum þriðjung þess tíma sem hann hefur verið í embætti er Trump í raun að beina opinberu fé til þessara fyrirtækja og græðir sjálfur á þessum ferðum sínum.“

Huffpost rekur að Trump hafi spilað golf í sínum eigin golfklúbbum allar helgar síðan hann tók við embætti. Libowitz tekur fram að það væri eitt að spila golf einhvers staðar nálægt Hvíta húsinu, það sé annað að ferðast miklar vegalengdir til að spila golf í klúbbum sem Trump á sjálfur og hagnast því sjálfur af ferðunum sem séu þó borgaðar með skattfé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að nauðga og myrða írskan bakpokaferðalang

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að nauðga og myrða írskan bakpokaferðalang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag