Leikarinn Jeremy Renner (54) deitaði CC Mason (26) á laun í bataferli sínu eftir hörmulegt slys í ársbyrjun 2023.
Page Six greinir frá því að sambandið hafi staðið yfir af og til í alls átta mánuði árið 2024.
Erfið heilsufarsáföll beggja hafi skapað tengsl þeirra á milli.
Renner lenti í slysi á nýársdag 2023 þegar snjóbíll rann yfir hann. Í slysinu brotnuðu rúmlega 30 bein og hann missti mikið blóð.
Mason sigraðist á skjaldkirtilskrabbamein á unga aldri. Árið 2019 birti hún færslu á Instagram, „4 ár krabbameinsfrí! Það vita ekki margir að fyrir 4 árum síðan greindist ég með tvær tegundir af skjaldkirtilskrabbameini. Í dag er fjórða árið sem ég er laus við meinið. Í dag er dagur til að vera þakklátur fyrir allt! Lífið er of stutt! Nýttu þér alla daga! Í dag er dagur til að fagna! Ég elska ykkur!“
Heimildarmaður segir við Page Six að Renner og Mason hafi ekki bara tengst vegna reynslu þeirra heldur einnig vegna gagnkvæms skilnings á því sem þau gengu í gegnum.
Parið mun hafa varið tíma saman í Los Angeles og London á meðan Renner tók upp þriðju Knives Out myndina, Wake Up Dead Man.
Sambandinu mun vera lokið, en þau eru enn góðir vinir.