fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Pressan

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að nauðga og myrða írskan bakpokaferðalang

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 04:10

Danielle McLaughlin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars 2017 fann bóndi lík Danielle McLaughlin, 28 ára írskrar konu, á vinsælli strönd í Goa á Indlandi. Henni hafði verið nauðgað og síðan myrt.

Í síðustu viku dæmdi indverskur dómstóll, Vikat Bhagat, 31 árs, í ævilangt fangelsi fyrir að hafa nauðgað henni og myrt.

Sky News segir að Danielle hafi verið á ferð um sunnanvert Indland ásamt ástralskri vinkonu sinni og hafi þær dvalið í sumarhúsi við ströndina.  Þær tóku þátt í trúarhátíð í nálægu þorpi. Daginn eftir fann bóndinn lík hennar á afskekktum stað í Canacona.

Móðir og systir Danielle tjáðu sig að dómsuppkvaðningunni lokinni og sögðu að réttlætið hefði náð fram að ganga.

Réttarhöldin tóku átta ár, með hléum. Lögmaður fjölskyldu Danielle sagði að líklega hafi dómurinn komið saman 250 sinnum á þessum átta árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni
Pressan
Í gær

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann