fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Pressan

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 04:15

Wang Xing, í hvítu peysunni, ásamt taílenskum lögreglumönnum eftir að hann slapp úr svikatölvuveri. Mynd:Taílenska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 1.000 manns var nýlega bjargað úr ánauð í svikatölvuverum í Mjanmar, nærri landamærum Taílands. Herforingjastjórnin í Mjanmar segir að fólkið verði afhent taívönskum yfirvöldum.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum þá hafa mörg hundruð þúsund manns verið seld mansali og neydd til að vinna í svikatölvuverum af þessu tagi.

Sky News segir að herforingjastjórnin hafi sagt að um 1.030 útlendingum hafi verið bjargað úr svikatölvuverum í Mjanmar á síðustu þremur vikum. Rúmlega 60 höfðu þá verið send til sinna heima að sögn herforingjastjórnarinnar sem sagði að aðrir fengju að yfirgefa landið um leið og búið væri að staðfesta upplýsingar um hvaðan fólkið er.

Bloomberg segir að samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaráðuneyti Mjanmar þá séu flest fórnarlömbin frá ríkjum í Asíu, þar á meðal Indlandi og Kína. Einhverjir Afríkubúar voru meðal þeirra sem voru frelsaðir.

Taílendingar hafa hert aðgerðir sínar gegn skipulögðum glæpagengjum, sem starfrækja svikatölvuver við landamæri Taílands og Mjanmar. Það gerðist eftir að mál kínverska leikarans Wang Xing komst í fréttirnar í janúar.

Hér er hægt að lesa um mál hans.

Kínverskum leikara var rænt – Málið vekur athygli á óhugnanlegum iðnaði í Mjanmar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni
Pressan
Í gær

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann