Sky News segir að maðurinn hafi birst berfættur, með litla lendaskýlu, í þorpinu Bela Rosa sem er við Purus ána.
Maðurinn er sagður hafa verið við góða heilsu og hafi virst rólegur og yfirvegaður. Hann var með tvo viðarbúta meðferðis.
Þorpsbúar telja að hann hafi komið til þeirra til að biðja um eld.
Skömmu eftir að hann kom í þorpið komu starfsmenn Funai, sem er stofnun sem sér um málefni frumbyggja, og fluttu hann í aðstöðu stofnunarinnar nærri þorpinu. Í tilkynningu frá Funai kemur fram að maðurinn hafi síðan snúið aftur inn í frumskóginn tæpum sólarhring eftir að hann kom í þorpið.
Heilbrigðisstarfsfólk skoðaði manninn til að ganga úr skugga um að hann hefði ekki komist í snertingu við sjúkdóma sem ættbálkur hans hefur ekki ónæmi gegn.
Funai hefur einnig gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast til ættflokksins.
Það er stefna brasilískra yfirvalda að reyna ekki að komast í samband við ættbálka frumbyggja, sem lifa einangraðir frá nútímasamfélögum. Þess í stað eru heimkynni þeirra vernduð og eftirlit haft með þeim svo fólk geti ekki sett sig í samband við þessa einangruðu ættflokka.