ABC News skýrir frá þessu og segir að konan hafi hrópað á hjálp og hafi aðrir farþegar komið henni til aðstoðar og sett sig í samband við lestarstjórann.
Fæðingin gekk hratt fyrir sig og var nýfædda stúlkan vafin inn í rauða flík um leið og hún var komin í heiminn. Bryanna Brown, sem var farþegi í lestinni, sagði í samtali við ABC News að kona hafi skorið naflastrenginn í sundur með vasahníf. „Við höldum að hún sé ekki læknir eða þess háttar en hún vissi hvað hún átti að gera við þessar aðstæður,“ sagði hún
Lestin var síðan stöðvuð á lestarstöðinni undir stórverslun Macy‘s þar sem sjúkraflutningamenn biðu.