fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Pressan

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár

Pressan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár geisar nú í Texas. Mislingar eru einna mest smitandi barnasjúkdómurinn og þess utan stórhættulegur. Hlutfall bólusettra barna hefur farið lækkandi í Bandaríkjunum og það er talið eiga sinn þátt í faraldrinum.

AFP skýrir frá þessu og segir að 48 hafi greinst með mislinga í vesturhluta ríkisins, aðallega börn og ungmenni. Öll hin smituðu eru óbólusett eða óvíst hvort þau hafa verið bólusett. 13 liggja á sjúkrahúsi.

Amesh Adalja, hjá Johns Hopkins háskólanum, sagði í samtali við AFP að mesta hættan á faröldrum af þessu tagi sé í litlum samfélögum í Bandaríkjunum og það komi ekki á óvart að faraldurinn hafi brotist út á svæðinu þar sem lægsta bólusetningartíðnin í Texas er.

Dregið hefur úr bólusetningum barna í Bandaríkjunum og hefur sú þróun færst í aukana í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Margir höfðu þá efasemdir um bóluefnin gegn veirunni vegna þess hversu hratt þróun þeirra gekk fyrir sig. Einnig var mikið um dreifingu rangra upplýsinga um bóluefni á tíma heimsfaraldursins.

Á landsvísu var hlutfall bólusettra barna í fyrsta bekk grunnskóla komið undir 93% skólaárið 2023-2024. Markmið smitsjúkdómastofnunar landsins er að 95% barna séu bólusett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Í gær

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“