Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Arizona. Aftonbladet skýrir frá þessu.
Vísindamennirnir greindu 630.000 hljóðupptökur úr 22 rannsóknum frá fjórum löndum.
Vísindamennirnir hafa enga skýringu á af hverju konur tala meira en karlar á þessu 40 ára tímabili. Ein kenning þeirra er að þetta megi rekja til þess að á þessum árum séu börnin að vaxa úr grasi og að konurnar annist oft uppeldi þeirra að mestu.
Þegar litið er á hópinn í heild þá kom í ljós að fólk talar sífellt minna. Árið 2005 var meðaltal talaðra orða um 16.000 á dag en 2018 var það komið niður í 13.000.
Ekki er vitað með vissu hvað veldur þessu en grunur leikur á að aukin stafræn samskipti eigi hér hlut að máli.