fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Pressan

Jerry Seinfeld: „Mér er alveg sama um Palestínu“

Pressan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistanum Jerry Seinfeld virðist ekki vera mjög umhugað um stöðu mála í Palestínu ef marka má myndband sem birtist á samfélagsmiðlum um helgina.

Jerry var staddur í New York um helgina til að vera viðstaddur gleðskap sem haldinn var í tilefni af 50 ára afmæli Saturday Night Live.

Aðdáandi Jerry hitti hann í borginni og bað um að fá að taka mynd af sér með grínistanum og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. Aðdáandinn sagði síðan „Free Palestine“ og ýjaði að því að Jerry myndi gera það sama en Jerry var ekki á þeim buxunum. „Mér er alveg sama um Palestínu,“ sagði hann.

Myndband af þessu má sjá hér neðst í fréttinni. Ef myndbandið birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.

Í febrúar í fyrra fékk Jerry það óþvegið frá mótmælendum í New York sem voru samankomnir til að sýna málstað Palestínu stuðning. Ástæðan var sú að Jerry fór til Ísraels fyrir jólin 2023 þar sem hann tók þátt í herferð sem hvatti til þesss að hryðjuverkamenn Hamas myndu sleppa ísraelskum gíslum úr haldi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Subway DJ (@subwaydj)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Í gær

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“