Jerry var staddur í New York um helgina til að vera viðstaddur gleðskap sem haldinn var í tilefni af 50 ára afmæli Saturday Night Live.
Aðdáandi Jerry hitti hann í borginni og bað um að fá að taka mynd af sér með grínistanum og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. Aðdáandinn sagði síðan „Free Palestine“ og ýjaði að því að Jerry myndi gera það sama en Jerry var ekki á þeim buxunum. „Mér er alveg sama um Palestínu,“ sagði hann.
Myndband af þessu má sjá hér neðst í fréttinni. Ef myndbandið birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Í febrúar í fyrra fékk Jerry það óþvegið frá mótmælendum í New York sem voru samankomnir til að sýna málstað Palestínu stuðning. Ástæðan var sú að Jerry fór til Ísraels fyrir jólin 2023 þar sem hann tók þátt í herferð sem hvatti til þesss að hryðjuverkamenn Hamas myndu sleppa ísraelskum gíslum úr haldi.
View this post on Instagram