Miami Herald segir að Nathalie hafi reynt að nálgast hákarlinn til að taka myndir af honum. Hann réðst þá á hana og beit ítrekað. Eiginmaður hennar reyndi að flæma hákarlinn á brott áður en Nathalie var flutt upp á land.
Á myndum sést Nathalie liggja á ströndinni á meðan eiginmaður hennar og fleiri hlú að henni og reyna að stöðva blæðinguna.
Magnetica Media segir að Nathalie hafi misst báðar hendurnar í árásinni og að hákarlinn hafi einnig bitið hana í lærið.
Nathalie var flutt á sjúkrahús með þyrlu.