Slys átti sér stað þegar flug Delta frá Minneapolis brotlenti á Pearson flugvellinum í Toronto í dag. Samkvæmt erlendum miðlum eru þó nokkrir farþegar slasaðir en á myndum og myndböndum sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum má sjá viðbragðsaðila að störfum og vélina vængjalausa á hvolfi.
Að sögn fjölmiðla voru aðstæður erfiðar á flugvellinum sökum veðurs. Flugi hefur verið aflýst til og frá flugvellinum.
Samkvæmt talsmönnum flugvallarins er engra, hvorki farþega né starfsmanna, saknað.
Uppfært 21:40 – Að sögn miðilsins CP24 eru 15 farþegar slasaðir, þar af þrír alvarlega – eitt barn og tveir fullorðnir. Um 80 farþegar voru um borð þegar vélin brotlenti.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Kanada fer fyrir rannsókn á tildrögum slyssins.
BREAKING:
First video from the plane crash in Toronto.
A Delta CRJ900 flying from Minneapolis just crashed at the airport.
The plane is upside down and has lost its wings
🇺🇸🇨🇦 pic.twitter.com/B4SOu749iK
— Visegrád 24 (@visegrad24) February 17, 2025