Vivian Jenna Wilson, dóttir auðkýfingsins Elon Musk, segist hafa frétt af því á samfélagsmiðlum að faðir hennar ætti von á nýju barni.
„Vá, ef ég ætti krónu fyrir hvert skipti sem ég komst að því að ég ætti hálfsystkini í gegnum Reddit, þá myndi ég eiga tvær krónur… sem er ekki mikið en það er skrítið að það hafi gerst tvisvar, ekki satt?“ skrifaði Wilson á TikTok á laugardag.
@vivllainous♬ original sound – Sky
Færsla Wilsons kom degi eftir að Ashley St. Clair sagðist hafa fætt þrettánda barn Musk forstjóra Tesla.
Wilson er 21 árs trans kona og fyrsta barn Musk og fyrstu eiginkonu hans Justine Wilson.
Á sunnudag birti hún annað myndband og sagðist hafa komist að því í gegnum Reddit að Musk og Grimes hefði eignast soninn, Techno Mechanicus.
„Ég komst að tilvist hálfbróður míns í gegnum Reddit.com/r/rupaulsdragrace,“ sagði hún í myndbandinu. „Þetta er raunverulegur hlutur sem gerðist í raun og veru fyrir mig.
@vivllainousWith RECEIPTS
Wilson segir atvikið hafa átt sér stað árið 2022 þegar hún og Grimes „töluðu ekki saman“, en samband þeirra hafi þó ekki verið slæmt. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta á þeim tíma því engum datt í hug að láta mig vita!“ segir Wilson sem segist hafa verið síðust til að frétta af tilvist hálfbróður síns.
Á föstudag skrifaði Ashley St. Clair á X: „Fyrir fimm mánuðum bauð ég nýtt barn velkomið í heiminn. Elon Musk er faðirinn.“
Segir hún þau hafa valið að halda fæðingunni leyndri til að vernda barnið.
Fulltrúi St. Clair deildi yfirlýsingu á X þar sem hann sagði foreldrana hafa „unnið í einrúmi að gerð samnings um uppeldi barns síns í nokkurn tíma“.
Alea Iacta Est pic.twitter.com/gvVaFNTGqn
— Ashley St. Clair (@stclairashley) February 15, 2025
„Það eru vonbrigði að slúðurblaðamaður, sem ítrekað lagði Ashley og fjölskyldu hennar í fyrirsát, gerði það ómögulegt að ljúka því ferli í trúnaði,“ skrifaði Brian Glicklich. „Við bíðum eftir því að Elon viðurkenni opinberlega foreldrahlutverk sitt með Ashley, til að binda enda á óviðeigandi vangaveltur og Ashley treystir því að Elon ætli að ljúka samningi þeirra fljótt, í þágu velferðar og öryggis barnsins sem þau eiga.“
Musk eignaðist sex börn með fyrstu eiginkonu sinni, Justice Wilson, soninn Nevada sem er látinn, tvíburana Griffin og Vivian og þríburasynina Kai, Saxon og Damian.
Musk á þrjú börn með Grimes, synina X og Techno og dótturina Exa Dark Sideræl.
Musk á þrjú börn með Shivon Zilis, tvíburana Strider og Azure og eins árs barni, en kyn þess og nafn hefur ekki verið gefið upp.