Það er hægt að gera eitt og annað til að koma í veg fyrir að mýs komist inn í hús og hér koma nokkur ráð um hvernig hægt er að halda þeim frá heimilinu.
Haltu húsinu hreinu og lausu við matarleifar – Mýs og önnur nagdýr dragast að matarleifum og mylsnu. Til að koma í veg fyrir að þær komist í slíkt skaltu geyma korn, hveiti og morgunkorn í þéttlokuðum ílátum. Ekki láta óhreina diska standa í vaskinum yfir nótt. Sópaðu gólfið reglulega til að losna við mylsnu.
Þéttu rifur og göt – Mýs geta komist í hús í gegnum mjög lítil göt. Þú skalt því þétta rifur í dyrum, gluggum og þröskuldum. Notaðu vírnet yfir niðurföll. Lokaðu holum í veggjum með spartli eða steypu.
Ekki láta sorp safnast upp – Gættu þess að ruslatunnur séu alltaf lokaðar. Hentu pappakössum og öðru rusli því mýs geta notað þetta sem felustað. Þrífðu kjallara, loft og svæði utanhúss reglulega.
Notaðu náttúrulegar fælingaraðferðir – Það er hægt að halda músum fjarri án þess að nota eitur. Piparmyntuolía er gagnleg. Settu nokkra dropa á bómull og nuddaðu á nokkrum stöðum í húsinu. Lyktin af lárviðarlaufum pirrar mýs. Dreifðu svörtum pipar á svæði þar sem mýs ganga oft um. Blanda af ediki og vatni hjálpar til við að halda músum fjarri.
Fáðu þér kött – Kettir eru auðvitað rándýr og þeir koma svo sannarlega að gagni við að halda músum fjarri.