Verkið hefur verið til rannsóknar hjá sérfræðingum síðustu fjögur árin og hefur verið rannsakað í bak og fyrir og borið saman við þekkt verk eftir Van Gogh. Hafa sérfræðingarnir nú komist að þeirri niðurstöðu að málverkið sé frá einu mesta umrótartímabilinu í lífi listamannsins.
Málverkið er 16×18 tommur og er af gömlum sjómanni með hvítt skegg, hann er að reykja pípu og er að gera við netið sitt á strönd. Sérfræðingarnir segja að mótífið sé sótt í málverk eftir danska listamanninn Michael Ancher en það passar vel við tækni Van Gogh við að gera málverk annarra að hans eiginn stíl.
Sérfræðingarnir telja að Van Goghhafi málað verkið þegar hann dvaldi í Saint-Paul í Saint-Rémy-de-Provence frá því í maí 1889 þar til í maí 1890. Á þessum tíma málaði hann nokkur af frægustu verkum sínum.