fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Pressan

Borgaði 7.000 krónur fyrir málverk á flóamarkaði – Gæti verið tveggja milljarða virði

Pressan
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 15:30

Málverkið góða. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heppinn fornmunasafnari greiddi sem svarar til um 7.000 króna fyrir málverk sem hann fann á flóamarkaði árið 2016. Nú bendir allt til að málverkið sé eftir engan annan en Van Gogh og sé allt að tveggja milljarða króna virði.

Verkið hefur verið til rannsóknar hjá sérfræðingum síðustu fjögur árin og hefur verið rannsakað í bak og fyrir og borið saman við þekkt verk eftir Van Gogh. Hafa sérfræðingarnir nú komist að þeirri niðurstöðu að málverkið sé frá einu mesta umrótartímabilinu í lífi listamannsins.

Málverkið er 16×18 tommur og er af gömlum sjómanni með hvítt skegg, hann er að reykja pípu og er að gera við netið sitt á strönd. Sérfræðingarnir segja að mótífið sé sótt í málverk eftir danska listamanninn Michael Ancher en það passar vel við tækni Van Gogh við að gera málverk annarra að hans eiginn stíl.

Sérfræðingarnir telja að Van Goghhafi málað verkið þegar hann dvaldi í Saint-Paul í Saint-Rémy-de-Provence frá því í maí 1889 þar til í maí 1890. Á þessum tíma málaði hann nokkur af frægustu verkum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Í gær

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“