Ástæðan er loftslagsbreytingarnar. Þær hafa nú þegar valdið því að framleiðslan á þeim humlum, sem gera bjórinn bitran, hefur dregist saman um 20% síðan á áttunda áratugnum og staðan á eftir að versna enn frekar.
Vísindamenn reikna með að fram til 2050 minnki magn aðalsýrunnar í humlum, þeirrar sem gerir bjórinn bitran, um 31%. BBC skýrir frá þessu.
Hærri hiti og þurrkar gera bændum erfitt fyrir við ræktun gæðahumla, sérstaklega í hinum miklum bjórframleiðsluríkjum Tékklandi og Þýskalandi.
Þessi dapra framtíðarsýn hefur gert að verkum að margir bjórframleiðendur eru að gera tilraunir með aðrar tegundir af humlum og aðrir reyna að koma sér upp sjálfbærri ræktun.