Fyrir það fyrsta er engin þörf á því að þrífa eyrun. Eyrnamergur myndast í eyrnaganginum og flyst af sjálfsdáðum úr dýpsta hluta hans að útganginum. En það eru auðvitað undantekningar á þessu því sumir framleiða meiri eyrnamerg en fólk gerir að meðaltali og hjá öðrum, sérstaklega eldra fólki, þá verður eyrnamergurinn harðari og þurrari. Viðbrögðin við þessu eru ekki að stinga eyrnapinna inn í eyrað. Það er best að fá heilbrigðisstarfsmann til að fjarlægja eyrnamerginn.
Í öðru lagi getur verið hættulegt að stinga eyrnapinna eða öðru inn í eyrað því það getur skaddað eyrnaganginn eða hljóðhimnuna eða ýtt eyrnamerg lengra inn og þá verður erfiðara að losna við hann. þetta getur valdið tilfinningu eins og þrýstingur sé í eyranu og jafnvel skert heyrnina.
Í þriðja lagi er það misskilningur að eyrnamergur sé merki um slæman þrifnað, þvert á móti. Hann er merki um heilbrigt eyra.
Eyrnamergur er náttúrulegt rakakrem sem kemur í veg fyrir að húðin í eyranu verði of þurr.
Hann fangar drullu og ryk áður en það kemst langt inn í eyrnaganginn.
Hann dregur dauðar húðfrumur og drullu í sig.
Hann kemur í veg fyrir að bakteríur og aðrir smitberar komist inn í innra eyrað.