Dagbladet skýrir frá þessu og segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segi að um 200 manns látist árlega eftir að hafa orðið fyrir eitrun frá kassava.
Rannsókn, sem US National Library of Medicine, gerði leiddi í ljós að það er efnið vetnissýaníð sem veldur eitruninni.
Vetnissýaníð getur raskað starfsemi taugakerfisins, valdið öndunarörðugleikum, hjartavandamálum og vandamálum í æðakerfinu og skjaldkirtlinum.
WHO segir að tilfellum eitrunar af völdum kassava fjölgi þegar lönd glíma við matarskort eða stríð því þá er meira selt af bitru kassava.
Til dæmis létust 28 af völdum kassavaeitrunar í Venesúela 2017 en þá glímdi landið við mikinn matarskort.