Simon Travis, prófessor í meltingafærafræðum við Oxfordháskóla, sagði í samtali við CNN að þessi mýta sé ekkert annað en mýta!
„Ég hef enga hugmynd um hvaðan þessi mýta kom. Ég get bara ímyndað mér að hún hafi verið fundin upp til að fá börn til að hætta að tyggja eða gleypa tyggjó,“ sagði hann.
Það er rétt að líkaminn getur ekki melt tyggjó en það þýðir ekki að það verði í líkamanum næstu sjö árin. Tyggjóið fer í gegnum meltingarveginn eins og annað sem líkaminn getur ekki melt og skilar sér út í nær óbreyttu ástandi.
„Ef þú kyngir tyggjói, þá fer það í gegnum magann, áfram til þarmanna og skilar sér út með hægðunum,“ sagði Travis.
Hann sagði að tyggjó geti þó valdið vandræðum, sérstaklega hjá börnum, ef miklu magni er kyngt. Hann sagði dæmi um að tyggjó hafi setið fast í þörmum ungra barna eða barna sem kyngdu miklum magni af því. Sjálfur hafi hann aldrei séð dæmi um það á 30 ára starfsferli sínum.
En þrátt fyrir að það sé yfirleitt ekki hættulegt að kyngja tyggjó, þá ráða sérfræðingar fólki frá því að gera það. Aaron Carrol, læknir, sagði að tyggjó hafi ekkert næringargildi. Það sé búið til úr gúmmíkenndum sætuefnum, bragðefnum og ilmi og sé því ekki beinlínis hollt.