fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Pressan

Hvað þarf til að teljast ríkur?

Pressan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 15:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað þarf maður að eiga mikið af peningum og eignum til að teljast ríkur? Eflaust eru skiptar skoðanir á því en í rannsókn Charles Schwab svöruðu Bandaríkjamenn  því hvað þeir telja  að fólk þurfi að eiga mikið til að teljast ríkt.

Bandaríkjamenn telja að meðaltali að fólk þurfi að eiga 2,5 milljónir dollara til að teljast ríkt, það svarar til um 355 milljóna króna.  Yahoo Finance skýrir frá þessu og segir að þetta sé 14% hærri upphæð en á síðasta ári.

En það er mismunandi hvaða skilning fólk leggur í það að vera ríkur. Í huga sumra snýst það um að lifa án þess að hafa fjárhagslegar áhyggjur. Sumir telja ríkidæmi vera að eiga hlutabréf eða fasteignir sem skila arði. Í huga annarra eru það öruggar tekjur eða sparnaður sem tryggir fjárhagslegt sjálfstæði til æviloka.

Hvað fólki finnst vera ríkidæmi, tengist stöðu fólks í lífinu og því hvar það býr. Í Bandaríkjunum telst til dæmis nauðsynlegt að eiga bíl til að geta átt möguleika á góðu starfi. 86% Bandaríkjamanna eiga bíl. Í mörgum öðrum löndum þykir það lúxus að eiga bíl. Í Kína eiga 22% landsmanna bíl og á Indlandi er hlutfallið 3%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni sakaður um enn einn glæpinn

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni sakaður um enn einn glæpinn
Pressan
Í gær

Misvísandi skilaboð frá Bandaríkjunum um Úkraínustríðið – Segjast nú ekki útiloka aðild Úkraínu að NATO

Misvísandi skilaboð frá Bandaríkjunum um Úkraínustríðið – Segjast nú ekki útiloka aðild Úkraínu að NATO
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gagntollar Trump ekki góð tíðindi fyrir Ísland – Leggur að jöfnu tolla og virðisaukaskatt

Gagntollar Trump ekki góð tíðindi fyrir Ísland – Leggur að jöfnu tolla og virðisaukaskatt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar í skýjunum og segja Trump hafa gefið skotleyfi á Evrópu – „Þið getið gleymt því að Bandaríkin komi ykkur til varna“

Rússar í skýjunum og segja Trump hafa gefið skotleyfi á Evrópu – „Þið getið gleymt því að Bandaríkin komi ykkur til varna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svikakrappar nýta sér fjöldamorðið í Örebro

Svikakrappar nýta sér fjöldamorðið í Örebro
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta 20 sekúndna hljóðupptöku sem er sögð varpa ljósi á Titan-harmleikinn

Birta 20 sekúndna hljóðupptöku sem er sögð varpa ljósi á Titan-harmleikinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Musk geti verið ástæðan fyrir hremmingum Tesla

Segja að Musk geti verið ástæðan fyrir hremmingum Tesla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvæntur fundur í Lúxemborg

Óvæntur fundur í Lúxemborg