Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi varð talsverð sprenging og urðu skemmdir á hlífðarvirkinu. Enn sem komið er hefur engin geislun mælst frá verinu en Alþjóðkjarnorkumálastofnunin fylgist grannt með stöðu mála.
Hlífðarvirkið utan um kjarnaofn 4 var reist til að koma í veg fyrir geislun frá ofninum eftir hið hörmulega kjarnorkuslys árið 1986.
Volodomír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að dróninn hafi verið á vegum rússneska hersins og lenti hann á hlífðarvirkinu klukkan tvö í nótt að staðartíma. Segir Selenskíj að Rússar séu eina landið í heiminum sem myndi ráðast að kjarnorkuverum og þeim sé augljóslega alveg sama um hugsanlegar afleiðingar.