fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Pressan

Misvísandi skilaboð frá Bandaríkjunum um Úkraínustríðið – Segjast nú ekki útiloka aðild Úkraínu að NATO

Pressan
Föstudaginn 14. febrúar 2025 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Pete Hegseth, sagði í vikunni að það væri óraunhæft fyrir Úkraínu að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, og tók fram að það sé ekki lengur forgangsmál fyrir Bandaríkin að verja öryggi Evrópu og Úkraínu. Bandaríkin þurfi að verja orku sinni í að tryggja sín eigin landamæri og koma í veg fyrir stríð við Kína. Eins hvatti hann Úkraínu og Evrópu til að gleyma hugmyndum um að endurheimta svæði sem Rússland hefur hernumið í Úkraínu, einkum Krímskagann.

Skömmu síðar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að hann hefði rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma og þeir ætluðu að vinna saman að því að binda endi á stríðið. Trump tók undir með Hegseth að aðild að NATO væri ekki raunhæfur möguleiki fyrir Úkraínu og Bandaríkin myndu ekki styðja við aðild. Trump hefur eins látið að því liggja að NATO beri ábyrgð á stríðinu með því að færa út kvíarnar og þar með ógna landamærum Rússlands.

Nú greinir Reuters þó frá því að samkvæmt sendimanni Trump í Úkraínu, John Coale, sé ekki búið að útiloka Úkraínu frá NATO. Hann útilokaði ekki heldur að Úkraína gæti endurheimt hernumin svæði.

Reuters vísa til þess að Trump hafi undanfarna daga verið gagnrýndur fyrir að hafa svo gott sem gefist upp fyrir Rússlandi áður en nokkrar viðræður hófust. Ummæli Coale voru borin undir Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu og þar sagðist hann stórlega efast  um að Rússar sættu sig við inngöngu Úkraínu í NATO og í raun væri það ríkisstjórn Biden að kenna að slíkar hugmyndir séu yfir höfuð á borðinu. Biden hefði aldrei átt að leggja blessun sína á slík áform.

Hegseth virtist svo draga fyrri fullyrðingu sína til baka að hluta í gær. Hann tók fram á blaðamannafundi að ekkert hefði verið slegið út af borðinu í friðarviðræðunum. Það væri undir Trump komið að finna málamiðlanir.

Coale tók fram að formlegar friðarviðræður væru ekki hafnar og Bandaríkin væru enn að meta stöðuna og hvaða hlutverk Evrópa og Úkraína eigi að spila í viðræðunum.

Leiðtogar Evrópu höfðu eins gagnrýnt Hegseth fyrir að slá aðild að NATO og endurheimt hernuminna svæði af borðinu strax. Það sé galið að leggja til málamiðlanir, hvað þá málamiðlanirnar sem Rússar hafa barist fyrir síðan stríðið hófst, áður en viðræður hefjast. Slíkt væri ígildi uppgjafar.

Aðspurður hvort Bandaríkin væru að láta undan Rússum sagði Caole: „Sumir fóru mikinn án tilefnis en ég tel okkur ekki vera að gefa nokkuð eftir. Maður veit aldrei með Pútín og Rússa. Eru þeir að spila með okkur? Eru þeir einlægir? Svo komum við að samningaborðinu og munum átta okkur á þessu hratt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár
Pressan
Í gær

Hákarl beit hendurnar af konu sem reyndi að taka mynd af honum

Hákarl beit hendurnar af konu sem reyndi að taka mynd af honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár ástæður fyrir að þú átt ekki að þrífa eyrun

Þrjár ástæður fyrir að þú átt ekki að þrífa eyrun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað finnst yfirmanninum um þig? – Þetta eru merkin sem afhjúpa hann

Hvað finnst yfirmanninum um þig? – Þetta eru merkin sem afhjúpa hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru störfin sem gera fólk óhamingjusamast

Þetta eru störfin sem gera fólk óhamingjusamast