fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Pressan

Sífellt verra ástand í umferðinni og hækkandi fasteignaverð – „Ef ekkert verður að gert, getur það haft alvarlegar afleiðingar“

Pressan
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 07:00

Dúbaí er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa stjórnvöld lokkað fólk til landsins undir því yfirskini að þar bíði þess lúxuslíf og að gott sé að búa þar. En nú hafa heimamenn fengið nóg af sífellt vaxandi fjölda ferðamanna og þykir það sæta nokkrum tíðindum í þessu mjög svo íhaldssama landi.

Þar eru skýjakljúfar og lúxusverslunarmiðstöðvar, flottar baðstrendur og eyðimörk. Á fáum árum hefur landinu verið breytt úr nánast óþekktu eyðimerkurríki í nútímalega stórborg sem tekur sífelldum breytingum og metin falla hvert á fætur öðru.

Tekist hefur að laða fjölskyldur þangað í frí og unga áhrifavalda. Landið, sem er Dúbaí, hefur markaðssett sig sem einn mest spennandi áfangastaður heims og það hefur skilað ótrúlegum fjölda ferðamanna til landsins og metin hafa fallið hvert á fætur öðru.

En nú bendir ýmislegt til að stífar tilraunir borgarinnar til að selja sig til að laða ferðamenn til sín og nýja efnaða íbúa hafi snúist í höndunum á yfirvöldum.

Má þar nefna að í flestum ríkjum heims fjölgar skráðum ökutækjum um 4% en í Dúbaí er aukningin 10% að sögn Euronews. Þetta hefur haft þau „hliðaráhrif“ að yfirvöld hafa þurft að lengja númeraplöturnar svo hægt sé að koma skráningarnúmerunum fyrir á þeim.

Habib Al Mulla, lögmaður, sagði að stærsta vandamálið sem steðjar að landinu sé að ríkidómurinn og tækifærin til að komast til efna virðist ekki vera aðgengileg fyrir stóran hluta landsmanna sem horfi upp á útlendinga taka borgina yfir.

Hinn mikli ferðamannastraumur hefur gert að verkum að fasteignaverð hefur hækkað mjög mikið þrátt fyrir að nánast daglega séu nýjar byggingaáætlanir kynntar til sögunnar.

Þetta hefur neikvæð áhrif á íbúana, þar á meðal hinn mikla fjölda innflytjenda sem neyðast til að flytja sífellt lengra frá stórborginni til að hafa efni á húsnæði.

Leiguverðið hækkaði um allt að 20% í sumum af eftirsóttustu hverfum borgarinnar á síðasta ári og reiknað er með enn frekari hækkun á þessu ári.

Innfæddir íbúar eru nú í vaxandi mæli farnir að gagnrýna vaxandi ferðamannastraum til landsins og áhrif hans á borgina. Þetta þykja mikil tíðindi í Dúbaí því þar ríkir ekki tjáningar- né fundafrelsi eins og við þekkjum á Vesturlöndum.

Það að sífellt fleiri, þar á meðal þekktir og áhrifamiklir aðilar, tjái sig um stöðu mála, segir mikið um hversu alvarlegur vandinn er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gekkst undir andlits- og handaígræðslu eftir skelfilegt slys – Fann ástina með skilaboðum á Instagram

Gekkst undir andlits- og handaígræðslu eftir skelfilegt slys – Fann ástina með skilaboðum á Instagram
Pressan
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð: „Mér datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst“

Draumaferðin breyttist í martröð: „Mér datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir hvaða karlar gera konur hamingjusamari

Rannsókn sýnir hvaða karlar gera konur hamingjusamari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svikahrappur hélt að 100 ára maður væri auðvelt fórnarlamb – Hafði algjörlega rangt fyrir sér

Svikahrappur hélt að 100 ára maður væri auðvelt fórnarlamb – Hafði algjörlega rangt fyrir sér