fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Pressan

Pútín sagður ætla að útnefna mjög óvæntan mann sem arftaka sinn

Pressan
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 04:11

Lífvörðurinn bjargaði Pútín frá brúnbirni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er sagður vera að íhuga að útnefna mjög óvæntan mann sem arftaka sinn. Þetta segir Roman Anin, sem er Rússi í útlegð, sem stofnaði hina óháðu vefsíðu Important Stories sem kafar ofan í mál tengd Rússlandi.

Maðurinn, sem Pútín hefur í huga, heitir Alexei Dyumin og er 52 ára lífvörður Pútíns. Hann hefur unnið sér til frægðar að hafa bjargað lífi Pútíns þegar brúnbjörn gerði sig líklegan til að éta forsetann. Að minnsta kosti segir þjóðsagan það.

Anin segir að Pútín sé að undirbúa samning við Dyumin um hvernig þeir muni deila völdunum sín á milli.

Anin segir að ef af þessu verði muni þeir félagar láta það verða sitt eitt fyrsta verk að undirbúa Rússa undir annað stríð „því þeir hafa ekkert annað að bjóða þjóðinni upp á“.

Ólíkt mörgum öðrum sérfræðingum í málefnum Rússlands, þá telur Anin ekki að Pútín muni sitja á valdastóli þar til hann dettur dauður niður, heldur sé hann að undirbúa að láta öðrum völdin eftir en um leið tryggja að hann verði í bakgrunni eins og „landsfaðirinn“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gekkst undir andlits- og handaígræðslu eftir skelfilegt slys – Fann ástina með skilaboðum á Instagram

Gekkst undir andlits- og handaígræðslu eftir skelfilegt slys – Fann ástina með skilaboðum á Instagram
Pressan
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð: „Mér datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst“

Draumaferðin breyttist í martröð: „Mér datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir hvaða karlar gera konur hamingjusamari

Rannsókn sýnir hvaða karlar gera konur hamingjusamari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svikahrappur hélt að 100 ára maður væri auðvelt fórnarlamb – Hafði algjörlega rangt fyrir sér

Svikahrappur hélt að 100 ára maður væri auðvelt fórnarlamb – Hafði algjörlega rangt fyrir sér