Maðurinn, sem Pútín hefur í huga, heitir Alexei Dyumin og er 52 ára lífvörður Pútíns. Hann hefur unnið sér til frægðar að hafa bjargað lífi Pútíns þegar brúnbjörn gerði sig líklegan til að éta forsetann. Að minnsta kosti segir þjóðsagan það.
Anin segir að Pútín sé að undirbúa samning við Dyumin um hvernig þeir muni deila völdunum sín á milli.
Anin segir að ef af þessu verði muni þeir félagar láta það verða sitt eitt fyrsta verk að undirbúa Rússa undir annað stríð „því þeir hafa ekkert annað að bjóða þjóðinni upp á“.
Ólíkt mörgum öðrum sérfræðingum í málefnum Rússlands, þá telur Anin ekki að Pútín muni sitja á valdastóli þar til hann dettur dauður niður, heldur sé hann að undirbúa að láta öðrum völdin eftir en um leið tryggja að hann verði í bakgrunni eins og „landsfaðirinn“.