Þessi gullgeymsla er gullgeymsla Englandsbanka. Segir CNN að nú sé upppantað hjá bankanum til að taka út gull. Ástæðan er að eigendur þess vilja koma gullinu til Bandaríkjanna en þar er gullverðið hærra vegna ótta fjárfesta við að framboðið af gulli muni minnka mikið vegna tolla Trump.
Vilja eigendur gullsins nýta sér þann verðmun sem er nú á gulli á bandaríska markaðnum og þeim evrópska til að græða.
Rúmlega 400.000 gullstangir eru í geymslum Englandsbanka og hleypur verðmæti þeirra á sem nemur milljörðum punda.