Metro segir að vélin hafi verið á leið frá Denver í Colorado til Houston í Texas. Á myndum sjást aðrir farþegar halda manninum og binda hann fastan.
Lögreglan tók á móti flugvélinni þegar hún lenti í Houston og var manninum ekið á brott í hjólastól.
Farþegi í vélinni sagði í samtali við Houston ABC að kona, sem sat fyrir framan manninn í vélinni, hafi beðið hann um að skipta um sæti og um leið og hún gerði það hafi hann byrjað að sparka og kýla í rúðuna.
Manninum tókst að brjóta plexíglerið og sprungur komu í gluggakarminn. Hann náði þó ekki að gera gat í gegn þannig að ekki varð breyting á loftþrýstingi í vélinni.