fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Þjóðverjar efla her sinn – „Við lifum ekki lengur á friðartímum“

Pressan
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 08:30

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjar hafa árum saman skorið útgjöld til varnarmála niður en nú er sá tími liðinn og útgjöldin fara vaxandi og munu gera næstu árin. Ástæðan er að Þjóðverjar ætla að vera undir það búnir að Rússum detti í hug að ráðast á Þýskaland eða önnur NATÓ-ríki.

„Ég tel ekki að við eigum í stríði en við lifum heldur ekki lengur á friðartímum,“ sagði Andre Bodemann, hershöfðingi, að sögn Sky News og Daily Express.

Fyrir árslok ætla Þjóðverjar að vera búnir að koma sex nýjum herdeildum á laggirnar. Verða 6.000 til 8.000 hermenn í hverri.

Bodemann sagðist ekki eiga von á skriðdrekaorustum í norðurhluta Þýskalands eða að rússneskir fallhlífahermenn lendi í Þýskalandi. Hins vegar verði Þjóðverjar að verja innviði á borð við hafnir, brýr og orkufyrirtæki gegn skemmdarverkum.

Frá lokum kalda stríðsins hefur verið fækkað um 40% í þýska hernum en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur dæmið snúist við og nú er verið að byggja herinn upp af krafti.

Nú eru 179.000 hermenn við störf en búið á að vera að fjölga þeim í 203.000 fyrir 2031.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu líkamshluta í ferðatösku

Fundu líkamshluta í ferðatösku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi