Þetta kemur fram í samantekt Electrek.
Elon Musk, ríkasti maður heims, á Tesla og segja miðlar á borð við Financial Times, Electrek og Bloomberg að hugsanlega megi skýra sölusamdráttinn með tilraunum Musk til að hafa áhrif á evrópsk stjórnmál.
Jan Lang, markaðssérfræðingur hjá danska vefnum Bilbasen, sagði í samtali við TV2 að sífellt fleiri bílasalar, sem hann talar við, skýri frá sömu upplifun sinni. Fyrstu dæmin hafi komið fram í ágúst á síðasta ári og hafi síðan haldið áfram. Fólk komi og skoði Tesla hjá þeim en ákveðið síðan að kaupa aðra tegund vegna þróunar mála í Evrópu og aðkomu Musk að þeirri þróun.
Í janúar 2025 dróst salan mikið saman í mörgum löndum samanborið við janúar 2024.
Í Þýskalandi um 59,5%.
Í Bretlandi um 18,2%.
Í Frakklandi um 63,4%.
Í Hollandi um 42,5%.
Í Noregi um 40,2%.
Á Spáni um 75,4%.
Í Svíþjóð um 46%.
Í Danmörku um 40,9%.
Í Portúgal um 31%.
Lang sagði einnig að margir velji aðrar tegundir vegna vandamála sem hafa komið upp með Teslur. Til dæmis tæknileg vandamál, sem hafa gert vart við sig í mörgum bílum, og erfiðleika við að koma þeim í gegnum lögbundna skoðun.