Málmhólkarnir höfðu komið frá Kólumbíu og því þótti laganna vörðum rétt að skoða þá sérstaklega vel.
Það reyndist þess virði að hamast við að skera þá upp því hólkarnir reyndust troðfullir af kókaíni.
Bild segir að lögreglan sé ekki enn búinn að vigta kókaínið og því liggi ekki fyrir hversu mikið magnið er eða hvert söluverðmæti þess væri ef það kæmist í umferð í Evrópu.
Bild segir þó ljóst að um mörg hundruð kíló sé að ræða og að verðmætið hlaupi á sem svarar til mörg hundruð milljóna íslenskra króna.
Það var ekki auðvelt að skera hólkana upp og á endanum gáfust lögreglumenn og þeir sem þeir höfðu fengið til að aðstoða sig, upp á verkinu. Kallað var á slökkviliðið og tókst vöskum slökkviliðsmönnum að skera hólkana upp.
Tveir hafa verið handteknir vegna málsins.