fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Kennari myrti átta ára nemanda sinn

Pressan
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 13:38

Atvikið átti sér stað í borginni Daejeon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaskólakennari í Suður-Kóreu hefur verið handtekinn eftir að hann stakk átta ára gamlan nemanda sinn til bana. Að ódæðinu loknu reyndi kennarinn að svipta sig lífi sem tókst ekki.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu en atvikið átti sér stað í borginni Daejeon síðdegis á mánudag. Kennarinn, kona á fimmtugsaldri, mun hafa játað á sig verknaðinn í yfirheyrslum hjá lögreglu.

BBC segir frá því að konan hafi verið í veikindaleyfi eftir að hafa glímt við þunglyndi. Hún sneri aftur til starfa seint á síðasta ári, en þá hafði læknir úrskurðað hana hæfa til að vera í vinnu og mun hann hafa neitað að framlengja veikindavottorð hennar.

Á þeim stutta tíma sem konan hafði unnið eftir áramót hafði kastast í kekki milli hennar og annars kennara við skólann sem endaði þannig að konan tók kollega sinn hálstaki. Eftir það atvik mælti skrifstofa skólamála á svæðinu með því að konan yrði send í leyfi.

Konan er sögð hafa komið vopnuð í skólann þennan dag og haft í hyggju að skaða sjálfa sig og nemanda við skólann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsókn sýnir hvaða karlar gera konur hamingjusamari

Rannsókn sýnir hvaða karlar gera konur hamingjusamari
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikahrappur hélt að 100 ára maður væri auðvelt fórnarlamb – Hafði algjörlega rangt fyrir sér

Svikahrappur hélt að 100 ára maður væri auðvelt fórnarlamb – Hafði algjörlega rangt fyrir sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun