fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Harmleikur þegar tvö börn frusu í hel

Pressan
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 09:30

Detroit. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Duggan, borgarstjóri Detroit í Bandaríkjunum, hefur fyrirskipað að rannsókn fari fram á því hvað varð til þess að tvö börn, tveggja og níu ára, frusu í hel aðfaranótt mánudags.

Börnin voru heimilislaus og gistu í sendibíl á bílastæði við spilavíti í borginni ásamt móður sinni, ömmu og þremur öðrum börnum. Bíllinn var í gangi þegar hópurinn lagðist til hvílu en drap á sér líklega fljótlega eftir miðnætti þessa nótt.

Kalt hefur verið í veðri í Detroit og fer frostið jafnan niður fyrir tíu gráður yfir nóttina.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að móðir barnanna hafi leitað eftir aðstoð vegna húsnæðisvanda í nóvember síðastliðnum en komið að tómum kofanum. Er talið að fjölskyldan hafi dvalið í bílnum síðustu þrjá mánuði og flakkað á milli bílastæðahúsa.

Duggan segir að rúm hafi verið laus í híbýli fyrir heimilislausa skammt frá spilavítinu en fjölskyldan hafi einhverra hluta vegna fengið þau svör að allt væri fullt.

Tamara Liberty Smith, fulltrúi lögreglunnar í Detroit, segir við bandaríska fjölmiðla að amman hafi verið með vinnu hjá kjúklingastaðnum Popeye‘s og móðirin hafi verið komin með vinnu í Flint sem er um hundrað kílómetrum frá Detroit.

„Þetta var fjölskylda sem var virkilega að reyna,“ segir Tamara.

Duggan hefur fyrirskipað að rannsókn fari fram á málinu svo harmleikur af þessu tagi endurtaki sig ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu líkamshluta í ferðatösku

Fundu líkamshluta í ferðatösku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi