fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Kátt í Kremlin eftir ummæli Trump um að dag einn gæti Úkraína orðið hluti af Rússlandi

Pressan
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 11:32

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að dag einn gæti Úkraína orðið hluti af Rússlandi. Þessi ummæli forsetans hafa vakið spurningar um tilvist Úkraínu sem sjálfstæðs ríkis. Rússland gerði innráð í Úkraínu fyrir tæplega þremur árum og síðan þá hefur Úkraína þurft að reiða sig á hernaðarstuðning Vesturlandasjóða til að halda aftur af hersveitum Rússa. Trump hafði tilkynnt digurbarkalega í kosningabaráttu sinni að hann ætlaði sér að slaufa stríðinu í Úkraínu á einum sólarhring eftir að hann tæki við embætti. Þetta hefur ekki alveg gengið eftir og undanfarið hefur Trump talað fyrir því að Úkraína sætti sig við láta Rússlandi eftir þau héröð sem hafa verið hertekin sem og Krímskagann.

Trump ræddi um stöðu Úkraínu í samtali við Fox í gær, en varaforseti Bandaríkjanna mun funda með forseta Úkraínu Volodymyr Zelensky síðar í vikunni.

„Þeir [Úkraína] gætu gert samkomulag, eða þeir gætu ekki gert samkomulag. Þeir gætu dag einn orðið hluti af Rússlandi, eða ekki orðið hluti af Rússlandi,“ sagði Trump sem lagði áherslu á að hann vilji að Úkraína endurgjaldi Bandaríkjunum hernaðarstuðninginn með einhverjum hætti, svo sem með því að láta þeim eftir eitthvað af verðmætum jarðefnum sínum.

Talið er að ummæli forsetans muni vekja mikla gleði í stjórnarráði Rússlands, Kremlin, sem hefur talað fyrir því að Úkraína gefi eftir landsvæði til að ljúka megi stríðinu.

„Stór hluti Úkraínu vill verða hluti af Rússlandi, og staðreyndin er sú að þessir hlutar eru nú óneitanlega orðnir hluti af Rússlandi,“ sagði talsmaður Kremlin, Dmitry Peskov, í samtali við fréttamenn í dag í tengslum við ummæli Trump.

Þegar Rússar hófu innrás sína í febrúar árið 2022 töldu þeir að það tæki aðeins fáeina daga að ná völdum í höfuðborg Úkraínu, Kyiv, og aðeins fáeinar vikur að innlima landið í heild. Síðan hafa liðið þrjú ár með gífurlegu mann- og efnahagstjóni fyrir báðar þjóðir. Rússar hafa náð tökum á um fimmtungi landsvæðis Úkraínu. Árið 2022 var haldin íbúakosning á sumum þessara svæða, Dnoetsk, Lukansk, Zaporizhzhia og Kherson, þar sem íbúar kusu að gerast hluti af Rússlandi. Þessi kosning hefur þó verið gagnrýnd fyrir að vera yfirskin og í raun hafi íbúar ekki haft nokkuð val.

Peskov segir þó að íbúar hafi kosið þetta og þetta sé í fullu samræmi við ummæli Trump.

Trump sagði við Fox að ríkisstjórn hans hafi unnið þrekvirki í að leggja grunninn að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu. Trump ítrekaði þó að hann vilji fá borgað fyrir allan hernaðarstuðninginn.

„Úkraína býr að stórkostlega dýrmætu landsvæði hvað varðar fágæt jarðefni og hvað varðar olíu og gas,“ sagði Trump sem sagðist hafa upplýst stjórnvöld Úkraínu um að hann sé að krefjast þess að fá ígildi 500 milljarða dala í formi verðmætra jarðefna. „Þeir eru svo gott sem búnir að samþykkja þetta svo við upplifum ekki að við séum hafðir af fíflum, annars værum við hálfvitar. Ég sagði við þá, við þurfum að fá eitthvað fyrir okkar snúð. Við getum ekki haldið áfram að borga þessar fjárhæðir.“

Fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna, með Joe Biden í embætti forseta, hafði lýst yfir fullum stuðningi við baráttu Úkraínu fyrir fullveldi sínu og landsvæði. Hér væri um prinsipmál að ræða – engin þjóð hafi réttinn til að beita valdi til að færa til landamæri annarra þjóða.

CNN greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla
Pressan
Í gær

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir